GLEÐILEGA PÁSKA – myndir frá páskabingói

MS-félag Íslands óskar félagsmönnum sínum og velunnurum gleðilegrar páskahátíðar.

Búið er að setja inn myndir undir Myndasafn hér að neðan frá páskabingói félagsins sem haldið var 12. apríl sl. Myndasmiður er Kristján Einar Einarsson. Mjög góð mæting var að venju á bingóið. Dregin voru fram öll borð og stólar hússins og var þétt setið. Páskaeggin dreifðust vel á öll borð og öll börn voru leyst út með litlum páskaeggjum í lokin. Njótið vel um páskana 🙂

 

Bergþóra Bergsdóttir