Gleðilega páskahátíð !!

MS-félagið óskar félagsmönnum sínum, fjölskyldum þeirra og velunnurum gleðilegrar páskahátíðar.

Myndir frá páskabingóinu eru komnar á vefsíðuna, sjá hér. Berglind Björgúlfsdóttir (Linda) tók myndirnar. Mikið fjölmenni var á bingóinu og var ásóknin svo mikil að sumir gerðu sér að góðu að sitja á gólfinu þegar borð og stóla þraut. Margir duttu í lukkupottinn og munu gæða sér á vinningnum um páskana.

Skrifstofa félagsins er lokuð yfir hátíðarnar og opnar að nýju á þriðjudagsmorgun kl. 10.