GLEÐILEGT OG FARSÆLT NÝTT ÁR

MS-félagið óskar ykkur öllum gleðilegs og farsæls nýs árs. Árið sem er á enda hefur verið viðburðaríkt á vettvangi félagsins. Mikið hefur verið um fundi og spjallsamkomur og ekki síður verið sinnt af miklum krafti baráttumálum félagsins, einkum kröfunni um að MS-sjúklingar fái hikstalaust beztu hugsanlegu lyfjameðferð. Við skulum vona að á árinu 2009 verði ekki sami hægagangurinn á Tysabri-meðferðinni, eins og var á árinu 2008. Gleðilegt nýtt baráttuár!