GLEÐILEGT SUMAR – SUMARHÁTÍÐ Í MAÍ

Gleðilegt sumar, kæru félagsmenn og fjölskyldur. Veturinn er að baki sem þýðir að það styttist í sumarhátið MS-félagsins sem haldin verður 28. maí. Merkið endilega við daginn á dagatalið því að venju verður margt til skemmtunar fyrir unga sem aldna og góðar veitingar í boði. Dagskráin verður auglýst síðar.

 

 

Við minnum á átak MS-félagsins um „hinn fullkomna dag“, sjá frétt hér.

 

Endilega sendið okkur draum ykkar um hinn fullkomna dag á netfangið msfelag@msfelag.is fyrir 15. maí.

 

 

Hver veit nema draumurinn rætist !

 

 

 

 

BB