Góð stemming á páskabingói

Páskabingóið okkar var að venju haldið helgina fyrir páska og mætti fjöldi barna og fullorðinna til að freista gæfunnar. Vinningar voru páskaegg af öllum stærðum og gerðum, auk gjafapoka frá Innes sem innihéldu allskonar góðgæti.

 

Bingóstjóri var hin röggsama Helga Kolbeinsdóttir. Hin eilíft glaða Vigdis Ingólfsdóttir seldi bingóspjöld af miklum móð, Ólína Ólafsdóttir sá um veitingasöluna og Ingdís Líndal annaðist allan undirbúning og tók myndir.

 

Sjá má myndir hér

 

Félagið óskar félagsmönnum sínum og velunnurum

gleðilegrar páskahátíðar