GOTT BRONS GULLI BETRA!

Síðastliðinn sunnudag hélt MND félagið á Íslandi upp á alþjóðlegan MND dag með fjölbreyttri dagskrá í Hafnarfirði. Meðal dagskrárliða var hjólastólarallý sem félagi okkar Lárus Jónsson tók þátt í. Lalli stóð sig afburða vel á sínum spítthjólastól og lenti í 3ja sæti á 6.09 mínútum, næst á eftir tveim rafskutlum, sem eru, eins og kunnugir vita, mun hraðskreiðari en rafmagnshjólastólar.

Lalli var ánægður með framtak MND félagsins og alsæll með sinn árangur, þar sem „gott brons er gulli betra“ að hans sögn.

Við óskum Lalla til hamingju með árangurinn og MND félaginu til hamingju með alþjóðlega daginn.