GREIÐSLUÞREP LYFJAKAUPA LÆKKAR FYRIR ÖRYRKJA

Nú um áramótin lækkaði greiðsluþátttaka aldraðra og öryrkja í lyfjakaupum. Hámarksgreiðsla einstaklings á 12 mánaða tímabili verður 41.000 kr. en var 46.277 kr. á síðasta ári. Tólf mánaða greiðslutímabil hefst við fyrstu lyfjakaup einstaklingsins eftir að fyrra tímabili lýkur. Hafi einstaklingur t.d. keypt lyf í fyrsta sinn 15. okt. 2014 þá lýkur greiðslutímabilinu 15. okt. 2015 og miðast hámarksgreiðsla tímabilsins við 46.277 kr. Næsta 12 mánaða tímabil, sem miðar við 41.000 kr., hefst þegar viðkomandi kaupir lyf í fyrsta sinn eftir 15. okt. 2015 svo framarlega sem það verði á árinu 2015.

 

Lyf sem eru með greiðsluþátttöku (þar með talin lyf sem einstaklingur hefur fengið samþykkt lyfjaskírteini fyrir) falla undir greiðsluþrepin. Þau lyf sem sjúkratryggingar taka ekki þátt í að greiða, falla utan greiðsluþrepanna og einstaklingurinn greiðir þau lyf að fullu sjálfur.

 

GREIÐSLUÞÁTTTAKA RÍKISINS Í MS-LYFJUM ER ENN ÓBREYTT, þ.e. MS-fólk þarf ekki að greiða fyrir MS-lyf.

 

Sl. haust var lagt fram á Alþingi frumvarp um að fella öll S-merkt lyf, m.a. MS-lyf, undir greiðsluþátttökukerfið nema þau sem gefin eru á sjúkrahúsum (Tysabri), sjá frétt MS-félagsins um málið hér. Málið er enn í vinnslu hins opinbera.

 

Sjá frétt um lækkun á greiðsluþrepi til lyfjakaupa frá áramótum og heimild fréttar frá Sjúkratryggingum hér.

 

 

BB