Hefur þú áhuga á Sheng Zhen æfingum og hugleiðslu?

Fræðsluteymi MS-félagsins kannar nú áhuga á námskeiði í Sheng Zhen æfingum og hugleiðslu en Sheng Zhen er hluti af hefðbundinni kínverskri læknisfræði og er sagt bæta heilsu og vellíðan.

 

Hreyfingar Sheng Zhen ganga út á slökun, öndun, áreynslulausa hreyfingu og hugleiðslu til að róa huga og komast í djúpa slökun. Sheng Zhen æfingar eru gerðar standandi, í stól eða liggjandi en þær æfingar sem gerðar verða á námskeiðinu verða sitjandi.

Ef áhugi er fyrir hendi verður boðið upp á eitt námskeið sem fram fer dagana 17. 18. og 19. október (miðvd,, fimmtud., og föstud.) í 2 klst. í senn. Valið stendur á milli kl. 17-19 eða kl. 19-21. Námskeiðið, 6 klst., kostar 7.500 kr. Lágmarksfjöldi þátttakenda er 10. Námskeiðið fer fram í húsnæði MS-félagsins að Sléttuvegi 5. Kennarinn er norskur hjúkrunarfræðingur sem mun kenna á ensku.

 

Til að kanna hvort áhugi sé fyrir hendi eru þeir, sem hafa áhuga á námskeiði og myndu skrá sig, vinsamlegast beðnir um að taka þátt í könnun um hvor tíminn hentar betur, eða ef báðir tímar henta, merkja við báða tímanna. Það tekur aðeins nokkrar sekúndur að svara.  

Einnig er hægt að hringja á skrifstofuna í síma 568 8620 eða senda tölvupóst á msfelag@msfelag.is

Könnuninni lýkur á föstudaginn. 

Ef lágmarksþátttaka næst verður námskeiðið haldið á þeim tíma sem fleiri hafa valið. Nánar auglýst síðar.

 

Bestu kveðjur,

fræðsluteymið