Hjálparhönd Íslandsbanka lætur til sín taka

Nokkrir starfsmenn Íslandsbanka mættu gallvösk í MS-húsið undir lok ágúst sl. til að fegra umhverfi MS-hússins með því að reyta arfa og illgresi, skera kanta og vinna aðra garðvinnu.

 

Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem við tökum á móti þessu frábæra bankafólki, því þetta er þriðja árið í röð sem MS-félagið hefur fengið að njóta þessa frábæra verkefnis Íslandsbanka. Áður hafa komið hópar sem einnig unnu í garðinum, en eins til að aðstoða við jólakortapökkun og við að pakka vörum vegna kvöldsöfnunar félagsins.

 

 

 

 

Það er ómetanlegt að starfsmenn Íslandsbanka skuli velja að gefa MS-félaginu vinnu sína og virðingavert að bankinn skuli gefa starfsmönnum sínum frí til að leggja sitt af mörkum til góðgerðarmála.

 

 

Kærar þakkir, Íslandsbankafólk

 

 

BB