HLAUPA 166 KM TIL STYRKTAR MS FÉLAGINU

Hlaupararnir Christine Buchholz og Anna Sigríður Sigurjónsdóttir myndhöggvari frá Grindavík, sem hafa tekið þátt í fjölda ofurhlaupa undanfarin misseri, ætla að hlaupa 166 km til styrktar MS félaginu 20.-21. október nk.

Þær stöllur taka þá þátt í ofurhlaupinu Ultima Frontera í Andalúsíu á Spáni.

Anna sem sjálf hefur sigrast á krabbameini hefur mikinn skilning á MS sjúkdómnum en systir hennar, Elísabet, er með MS

“Þessi sjúkdómur er erfiður því þú veist aldrei hvað getur gerst og hvar þú stendur.

Óvissan er svo mikil og því mikilvægt að styrkja MS-félagið og starfsemi þess.

Þetta er svo mikils virði fyrir fólk sem er veikt” segir Anna í viðtali við Mbl. 4.okt sl.

Þeir sem vilja heita á Christine og Önnu Sigríði og styrkja þannig starf MS- félags Íslands geta gert það á eftirfarandi hátt:

Símanúmer sem hægt er að hringja í til styrktar MS félaginu, upphæðin dregst af næsta símreikningi.

901 5010 kr. 1000.-
901 5030 kr. 3000.-
901 5050 kr. 5000.-

Leggja má inn á reikning félagsins í Landsbankann , frjáls framlög merkt HLAUP:

0115-26-102713 – kt. 520279-0169