HLAUPIÐ TIL STYRKTAR MS-FÉLAGINU

22. september sl. hlupu fleiri hundruð manns í Flensborgarhlaupinu og styrktu með því MS-félag Íslands. Flensborgarskólinn skipulagði hlaupið.

Nemandi við skólann, Inga María Björgvinsdóttir, greindist með MS-sjúkdóminn fyrir tæpu ári og var það kveikjan að því að styrkja MS-félagið í ár. Áður hafa önnur góðgerðarfélög notið góðs af.

Alls söfnuðust 275.000 kr. fyrir félagið sem er alveg ótrúlega frábært. Fjárhæðin mun renna óskert til styrktar ungu fólki með MS-sjúkdóminn.

Berglind Guðmundsdóttir, formaður MS-félagsins, tók við styrknum fyrir hönd félagsins úr hendi Magnúsar Þorkelssonar, skólameistara, 1. október sl.

Greint verður frá úthlutunarreglum sjóðsins innan tíðar.

 

MS-FÉLAGIÐ ÞAKKAR ÖLLUM SEM STYRKTU KÆRLEGA FYRIR STUÐNINGINN J