HÖRÐ GAGNRÝNI DÓMKIRKJUPRESTS Á LSH

“Það er óásættanlegt að aðstöðuleysi og fjárskortur komi í veg fyrir lækningu sjúkra,” sagði Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur í viðtali við Útvarpið í kvöldfréttum í gær. Hjálmar sagði, að MS sjúklingar þyrftu að bíða eftir lyfinu Tysabri, þeim versnaði,  ”en þeir fá ekki lyfið og skýringarnar eru út og suður”, bætti  Hjálmar við í viðtali við Guðrúnu Frímannsdóttur, fréttamann Útvarpsins.
Hjálmar Jónsson sagði sárt að fólk missti heilsuna í tilgangslausri bið eftir lækningu og spurði: “Hvers vegna fá þeir ekki lyfið?  Þeir eru að missa heilsuna, smám saman slökknar á möguleikanum sem þeir hafa í lyfinu.” Og Hjálmar bætti við:
”Núna er kvartað yfir aðstöðu. Hljótum við ekki að yfirstíga þessar hindranir ..Hlýtur ekki að vera hægt að sætta sig  við lakari aðstöðu til þess að fatlað fólk fái lyf sem það lífsnauðsynlega þarf á að halda, fyrst það er svona gott, fyrst það eru nýir möguleikar sem fólkið fær. –h

                                         ________________________

SKRÁÐ FRÉTT Á FRÉTTAVEF RÚV-ÚTVARPS:

“Gagnrýnir þjónustu Landspítala”.:

Dómkirkjan í Reykjavík

“Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur skaut föstum skotum þegar hann gagnrýndi þjónustu Landspítalans við MS-sjúklinga í guðsþjónustu í dag. Hann óttast að endalaust tal um krónu og evru víki verðmætari málum til hliðar. Hjálmar sagði sárt að fólk missti heilsuna í tilgangslausri bið eftir lækningu.

MS er bólgusjúkdómur af óþekktum orsökum í heila og mænu og einkennist af að bólga blossar upp með reglulegu millibili og veldur vaxandi fötlun þegar árin líða. Í september í fyrra kom lyfið Tysabri á markað hér á landi og veitir það MS sjúklingum nýja von. Lyfið getur dregið úr fjölda kasta hjá sjúklingum, allt að 70%.

Af um 50 MS sjúklingum sem áætlað var að fengju Tysabri lyfið á þessu ári hafa rösklega 20 hafið meðferð.


Hlýðið á frétt RÚV – ÚTVARPS
HÉR.
Stutt rituð samantekt sömu fréttar  HÉR.