HORNSÓFINN – opið hús: létt spjall og hannyrðir

Nú er komið að því að taka upp þráðinn síðan í vor.

Hornsófinn fer aftur af stað þann 3. október og verður á dagskrá í vetur í MS-húsinu fyrsta og þriðja fimmtudag í mánuði milli klukkan 16 og 18.

Skemmtilegar umræður og handavinna fyrir þá sem vilja.

Leiðbeinandi er Sesselja Guðjónsdóttir textílkennari.

Það verður heitt á könnunni og jafnvel meððí.

Allir velkomnir.