HUGAÐ AÐ HEILSUNNI!

Laugardaginn 15. október bauð MS-félagið uppá fyrirlestra og kynningar í húsi félagsins að Sléttuvegi 5. Fyrirlestrarnir og kynningarnar tengdust heilsunni og hvað við getum gert sjálf til að láta okkur líða betur. Fjölmargir mættu og nutu dagsins og þess sem var í boði. Í hádeginu var boðið uppá súpu, þannig að fólk gat sest niður og spjallað og myndaðist góð stemming.

Dagurinn byrjaði með opnum yogatíma og nýttu margir sér það og gaman var að sjá salinn fullan af fólki sem hafði áhuga á að kynna sér yoga.

Kristín Vala Ragnarsdóttir Doktor í jarðefnafræði kynnti fyrir okkur niðurstöður rannsóknar sem hún, ásamt samstarfsfólki í Bretlandi og Svíþjóð, hefur unnið að. Þau söfnuðu saman upplýsingum um MS og meðferðir og unnu að því að greina þróun MS sjúkdómsins með kerfishugsun og púsluðu mörgum þáttum saman til að sjá heildina. Þar kom m.a. fram að mikilvægt væri að forðast mjólkurvörur og gluten. Neyta hreinnar fæðu sem er rík af andoxunarefnum, t.d. grænmeti og ber. Enn og aftur var minnst á mikilvægi d-vítamínsins og omega 3 fitsýrunnar.

Örn Jónsson sjúkranuddari og sérfræðingur í nálastungum ræddi um tilfinningar og andlega líðan. Hann talaði um mikilvægi þess að biðja og vekja upp það sem er innra með okkur. Setja sér markmið og biðja fyrir hlutunum, opna hjarta sitt.

Hljóðupptökur af fyrirlestrunum má finna í lok fréttarinnar.

Í síðasta fyrirlestrinum fjallaði Svavar Sigurður Guðfinnsson um kenningar sænska læknisins Birgittu Brunes sem er sjálf með MS og hefur þróað meðferð sem byggir m.a. á því að leggja áherslu á taugaboðefni. Svavar skrifaði grein í MeginStoð 2. tbl 2006, bls. 22-24  um meðferð sem hann fór í til Birgittu Brunes.

Ýmsar kynningar vor einnig í boði. Jóhanna frá Eirberg kom og kynnti hjálpartæki til að nota í daglegu lífi. Sigþrúður hjúkrunarfræðingur mældi blóðþrýsting og blóðsykur. Iceparma ATH COLOPLAST kynnti þvagleggi, Örn Ólafsson sýndi og kynnti spelkur. Ingibjörg Sigfúsdóttir kynnti Heilsuhringinn, en ógrynni af efni um heilsu og heilsutengd efni á á finna á heimasíðu Heilsuhringsins Estíva G. Ottósdóttir kynnti Berry.En heilsuvörurnar, sjá heimasíðu

Almenn ánægja var með daginn og andrúmsloftið afslappað og notalegt. MS-félagið þakkar öllum þeim sem komu að deginum fyrir góðan dag.

BG

Kristín Vala Ragnarsdóttir

Kristín Vala Ragnarsdóttir – fyrirspurnir

 

Svavar Sigurður Guðfinnsson

Örn Jónsson