MS-félagið hlýtur Hvatningarverðlaun ÖBÍ fyrir fræðslubæklinga sína

Í gær, á alþjóðadegi fatlaðs fólks, tóku Bergþóra Bergsdóttir fræðslufulltrúi og Ingdís Líndal framkvæmdastjóri, fyrir hönd MS-félagsins, á móti Hvatningarverðlaunum ÖBÍ fyrir gerð fræðslubæklinga um MS-sjúkdóminn sem gefnir voru út vorið 2017.

Verðlaunin voru afhent af forseta Íslands, herra Guðna Th. Jóhannessyni, verndara verðlaunanna.

 

Fræðslubæklingarnir, sem eru sex saman í pakka ásamt bókamerki og litlu kynningarkorti með því helsta um sjúkdóminn, þykja einstaklega aðgengilegir og þægilegir aflestrar, en ekki síst þykir hönnunin vera sérlega falleg og vel úr garði gerð.

Bergþóra Bergsdóttir sá um útgáfu bæklinganna, ásamt því að þýða og skrifa mest allt efni. Högni Sigurþórsson, grafískur hönnuður, sá um hönnun, skýringamyndir og umbrot. Ásamt Bergþóru komu Haukur Hjaltason taugalæknir og Alissa Logan Vilmundardóttir Eaton að skrifum. Fjölmargir, bæði MS-greindir, aðstandendur og fagfólk, komu að yfirlestri efnis.

 

Efni bæklinganna nýtist ekki aðeins fólki með MS og aðstandendum þeirra heldur einnig fólki með aðra sjúkdóma og fjölskyldum þeirra.

Bæklinganna má nálgast hér.

Einnig er hægt að koma við á skrifstofunni, hringja eða panta hér.  

 

Sjá frétt ÖBÍ um afhendingu Hvatningarverðlaunanna hér.

 

Hvatningaverðlaun ÖBÍ 2018

 Verðlaunahafar ásamt forseta Íslands og formanni og framkvæmdastjóra ÖBÍ. Mynd: Rut&Silja