ÍBÚÐIN OKKAR Á SLÉTTUVEGI 9 TIL SKAMMTÍMALEIGU FYRIR FÉLAGSMENN

MS-félagið hefur til leigu 2ja herbergja íbúð að Sléttuvegi 9 í Reykjavík fyrir félagsmenn sína og fjölskyldur þeirra.

Íbúðin hefur aðallega verið nýtt af MS-fólki sem býr á landsbyggðinni eða erlendis en svefnpláss er fyrir fjóra.

 

Hægt er að leigja íbúðina í einn sólarhring eða lengur. Leiguverði er haldið í lámarki.

 

Íbúðin er á 2. hæð í lyftuhúsi og er mjög aðgengileg fyrir fatlaða.

 

Í svefnherberginu eru tvö stök rúm, þar af er annað mjög gott sjúkrarúm sem hægt er að hækka og lækka. Þá er góður svefnsófi í stofu sem rúmar tvo. Að auki er sjónvarp í stofu, ágætlega búið eldhús, eldhúskrókur og stórt baðherbergi með sturtu og sturtustól.

Sængur og koddar eru fyrir fjóra. Hægt er að fá rúmföt og handklæði leigð hjá félaginu.

 

 

LEIGUVERÐ FYRIR ÍBÚÐINA:

MS-fólk – 3.500 kr. pr. sólarhring.
Ef gistinætur eru fleiri en þrjár í senn kostar sólarhringurinn 1.500 kr. frá og með fjórða sólarhring.

Leiga á rúmfötum og handklæði er 1.000 kr. pr. sett.

Aðrir – 7.000 kr. pr. sólarhring.

Leiga á rúmfötum og handklæði er 1.500 kr. pr. sett.

 

Nánari upplýsingar og bókanir á skrifstofu félagsins í síma 568 8620 og á vefsíðu félagsins hér.

 

BB