Ingdís Líndal ráðin framkvæmdastjóri félagsins

Ingdís Líndal hefur verið ráðin framkvæmdastjóri félagsins frá og með 1. júlí n.k. en hún hefur starfað sem skrifstofustjóri félagsins.

IngdísÁ síðasta stjórnarfundi fyrir komandi aðalfund var Ingdís heiðruð fyrir 15 ára óeigingjarnt starf fyrir félagið. Var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri af formanninum t.h. og Ingdísi t.v.

Óhætt er að segja að Ingdís hafi verið potturinn og pannan í starfsemi félagsins frá því hún hóf störf á skrifstofunni. Skiptir þá engu hvar stigið er niður, og vinnan oft unnin utan hefðbundins vinnutíma. Ingdís hefur því verið félaginu ómetanleg.  

Það þótti því eðlilegt að óska eftir því við Ingdísi að hún tæki við framkvæmdastjórastöðu félagsins.

 

Félagið hlakkar til áframhaldandi samstarfs.