JAFNVÆGIS- OG STYRKTARÞJÁLFUN HJÁ STYRK, SJÚKRAÞJÁLFUN: Skráning hafin

Skráning er hafin á jafnvægis- og styrktarnámskeið fyrir fólk með MS sem Styrkur, sjúkraþjálfun, Höfðabakka 9, sér um.

 

Boðið er upp á tvo námskeiðshópa;

Hóp I á miðvikudögum og föstudögum  kl. 13

Hóp II á mánudögum og miðvikudögum kl. 14.

 

Æfingar miða við sértæka líkamlega þjálfun í hópi með áherslu á jafnvægi, færni og úthald.

 

Fyrsti tími fyrir hóp I hefst kl. 13 miðvikudaginn 6. janúar og fyrir hóp II kl. 14 sama dag.

 

Verð er mismunandi fyrir einstaklinga en fer eftir gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands um hópþjálfun, sjá hér.

Skráning og nánari upplýsingar hjá Styrk í síma 587-7750.

Sjá vefsíðu Styrks hér.

 

 

Í grein Sifjar Gylfadóttur í 1. tbl. MeginStoðar 2013 (sjá hér) segir: „Jafnvægisskerðing er einn algengur vandi sem einstaklingar með MS -sjúkdóm takast á við í daglegu lífi. Rannsóknir sýna að hægt er að hafa áhrif á heilann með þjálfun og nýta þannig aðlögunarhæfni hans til aukinnar líkamlegrar getu til athafna. Sértæk líkamleg þjálfun hefur sýnt sig að skilar árangri til að viðhalda og bæta göngugetu, bæta jafnvægi og auka jafnvægisöryggi fólks með MS -sjúkdóm.“