JÓLABALL Í ÁSKIRKJU

Árlegt Jólaball  MS-félagsins verður í safnaðarheimili Áskirkju á morgun laugardag, þ. 13. desember. Áskirkja er við Vesturbrún í Reykjavík. Jólaskemmtunin hefst kl. 13. Klukkustundu síðar eða kl. 14 verður byrjað að spila og dansa í kringum jólatréð. MS-félagar og aðstandendur eru hvattir til að hóa saman öllum börnunum í fjölskyldunni til að eiga gleðistund saman fyrir jólin.

Dansinn mun duna til kl.16. Á milli kl. 2 og hálf 3 koma tveir jólasveinar með eitthvað gott í pokahorninu. Veitingar verða í boði, s.s. kökur, gos og safi.

Jólatréð verður í salnum niðri til þess að fleiri geta tekið þátt í song og dansi.

Félagsmenn, fjölskyldur þeirra og ekki sízt börnin eru hvött til að fjölmenna á ballið. Aðsóknin hefur verið góð á undanförnum árum.

Við óskum eftir fólki til að aðstoða á ballinu. Þeir sem hafa tíma hafi samband við skrifstofu MS-félagsins

Fjölmennum og eigum skemmtilega stund með börnunum!

Leikskólabörn á samkomu í Áskirkju. 
Leikskólabörn í heimsókn í Áskirkju

Sunnudaginn 14. desember verður hátíðarmessa í kirkjunni í tilefni af 25 ára vígsluafmæli kirkjunnar. Biskupinn yfir Íslandi, Karl Sigurbjörnsson, prédikar.