JÓLABALL LAUGARDAGINN 14. DESEMBER

Jólaball MS-félagsins verður haldið laugardaginn 14. desember kl. 13-15 í safnaðarheimili Grensáskirkju.

Jólasveinn mun leiða söng og dans í kringum jólatréð og gefa börnunum glaðning. Veitingar við allra hæfi verða í boði félagsins.

Tilkynna þarf um fjölda barna og fullorðinna sem mæta fyrir þriðjudaginn 10. desember. Bæði er það hægt með skilaboðum á Fésbókinni eða með því að hringja í síma 568 8620 á virkum dögum frá kl. 10 til 15.

Við hvetjum unga sem aldna til að mæta og eiga góða stund saman á aðventunni. Aðgangur er ókeypis og opnar húsið kl. 12:30.