JÓLABALL LAUGARDAGINN 15. DESEMBER KL. 13-15

Þá fer að líða að hinu árlega jólaballi MS-félagsins. Jólaballið verður á sama stað og síðasta ár, þ.e. í safnaðarheimili Grensáskirkju. Veitingar og skemmtun fyrir félagsmenn á öllum aldri. Jólasveinn mætir og skemmtir með söng og glensi.

Í safnaðarheimili Grensárskirkju er mjög gott aðgengi fyrir alla.

Jólasveinn mun leiða söng og dans í kringum jólatréð og gefa börnunum glaðning. Veitingar við allra hæfi í boði félagsins.

Við hvetjum unga sem aldna til að mæta og eiga góða stund saman á aðventunni.

Ókeypis aðgangur.

Húsið opnar hálftíma fyrir auglýsta dagskrá eða kl. 12:30.