JÓLABALL MS-FÉLAGSINS 12. DESEMBER

Hó-hó-hó – það eru að koma jól…. hafi það farið fram hjá einhverjum J

Að venju stendur MS-félagið fyrir jólaballi og verður það haldið laugardaginn 12. desember n.k. kl. 14 í Safnaðarheimili Grensáskirkju.

Ingdís, skrifstofustjórinn okkar, hitti í einni fjallaferð sinni Grýlu sem lofaði að biðja einhverja jólasveina sína að koma við á jólaballinu með nammigott í poka fyrir börnin. Hvort það verða Ketkrókur og Askasleikir eða Bjúgnakrækir og Skyrgámur eða jafnvel Stúfur litli er aldrei að vita en þeir eru allir skemmtilegir svo það er bara að láta sig hlakka til að hitta þá J

Guðmundur Haukur Jónsson, hjá Tónskóla Guðmundar, mun sjá um að spila fyrir okkur jólalögin.

Í ár endurvekjum við happdrættið en nú verður sá háttur hafður á að aðgöngumiðar, sem afhentir verða við innganginn, verða númeraðir. Flottir vinningar í  boði.

 

Aðgangur ókeypis.

Ekki væri verra að láta vita um þátttöku, þ.e. fjölda fullorðinna og barna, í síma 568 8620, með tölvupósti á netfangið msfelag@msfelag.is eða með skilaboðum á fésbókinni.

 

 

Við hlökkum til að sjá ykkur !