Jólaball MS-félagsins 2019

Hó-hó-hó – það eru að koma jól…. Að venju stendur MS-félagið fyrir jólaballi og verður það haldið laugardaginn 7. desember n.k. kl. 14-16 í Safnaðarheimili Grensáskirkju. Húsið opnar kl. 13:30.

Ingdís, skrifstofustjórinn okkar, hitti í einni fjallaferð sinni Grýlu sem lofaði að biðja einhverja jólasveina sína að koma við á jólaballinu með nammigott í poka fyrir börnin.

Í fyrra komu Giljagaur og Kertasníkir og voru þeir ótrúlega skemmtilegir. Er það ábyggilegt að jólasveinarnir sem Grýla mun senda okkur nú í ár verða ekki síður skemmtilegir.

Guðmundur mun sjá um að spila jólalögin á hljómborðið.

Veitingar í boði fyrir börn og fullorðna.

Aðgangur er ókeypis en skráning nauðsynleg. 

Skrá þarf þátttöku hér að neðan þar sem fram kemur fjöldi barna og fullorðinna.

Við hlökkum til að sjá ykkur !

Viðburðarnefndin

 


    Nei