JÓLABASAR – OPIÐ HÚS HJÁ MS SETRINU

 

MS Setrið heldur opið hús í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 n.k. laugardag, 22. nóvember, kl. 13-16.

 

Til sölu verða fallegir munir sem unnir hafa verið á vinnustofu Setursins. Einnig verður hægt að kaupa súkkulaði og rjómavöfflur gegn vægu gjaldi. Allur ágóði rennur til félagsstarfsins.

 

MS-félagið verður með jólakortin sín, jólamerkimiða og jólaskraut til sölu.

 

Sjá auglýsingu hér