Jólakort MS-félags Íslands 2007

 

Jólakort MS-félags Íslands 2007

Kæri velunnari.

 

Okkur er ánægja að geta boðið þér nýjustu útgáfu af  jólakortum MS-félagsins.

Í ár er mynd eftir Sigrúni Eldjárn og ber myndin nafnið,,Líf”

Kortið er 12×15 á stærð og texti Gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár.

MS-félagið er með umfangsmikla starfsemi og í húsnæði félagsins er rekin sjúkradagvist fyrir fólk með MS og aðra taugasjúkdóma.

Það er mikið áfall fyrir ungt fólk að greinast með alvarlegan sjúkdóm, sem getur breytt lífi þess og framtíðaáformum.  Þess vegna leggur félagið mikla áherslu á fræðslu og námskeiðarhald til þess að hjálpa fólki að aðlagast breyttum aðstæðum.

Sala jólakortanna er aðaltekjulind félagsins og í ár er sama verð á þeim og undanfarin ár: 100 kr stk. og minnst 10 stk. saman í pakka.

Það er von okkar að þú sjáir þér fært að styrkja gott málefni um leið og þú sendir fallega jólakveðju.

Með bestu kveðju,

MS-félag Íslands

Upplýsingar á skrifstofu Sléttuvegi 5 og í síma 568-8620

Opnunartími er mánud.-föstud. milli kl 10.00-15.00

Hægt er að panta kortin með tölvupósti ingdis@msfelag.is