JÓLAKORT TIL SÖLU HJÁ EDDU Í JÓLAÞORPINU

Jólakort MS-félagsins verða til sölu í básnum hjá Eddu Heiðrúnu Bachman í Jólaþorpinu í Hafnarfirði sem opnar laugardaginn 30. nóvember og verður opið á laugar- og sunnudögum frá 12-17.

Eins verður opið þrjá eftirmiðdaga fram á kvöld frá 16-21; fimmtudaginn 19. desember, föstudaginn 20. desember og á Þorláksmessu.