JÓLASKRAUT TIL SÖLU

MS-félagið hefur látið gera jólaskraut úr fílti með myndum af laufabrauði, jólaketti og jólastjörnu í stíl við jólapakkamerki sem félagið lét hanna og er líka með til sölu.

Jólaskrautinu er pakkað í fallega gjafapakkningu og eru 6 í pakka, tvö af hverju, á 1.500 kr.

Upplagt er að nota skrautið til að skreyta jólapakka með, hengja á greinar eða gefa í tækifærisgjöf – nú eða í jólagjöf !!

Jólaskrautið er til sölu hjá félaginu að Sléttuvegi 5 og þegar félagið er með sölubása í Kringlunni, Fjarðarkaupum og Kjarnanum í Mosfellsbæ og á jólabasar MS-Setursins. Einnig í verslunnni Líf og list í Smáralind og hjá Dagbjörtu á Akureyri, sjá lista yfir sölustaði á forsíðu, hægra megin.

 

 

Félagið verður með sölubása:

 

Kringlan, 20. nóvember kl. 13-19, hjá Body shop

Fjarðarkaup, 21. nóvember kl. 13-18

Basar hjá MS-Setrinu, Sléttuvegi 5, 22. nóvember kl. 13-16

 

Kjarni Mosfellsbæ, 21. og 28. nóvember kl. 14-18

 

Kringlan, 27. nóvember kl. 13-19, hjá Body shop

Fjarðarkaup, 28. nóvember kl.13-18

 

 

 

 

 

Þá má minna á að félagið er einnig með jólakort Eddu Heiðrúnar frá árunum 2011-2013 til sölu. 10 kort í pakka kosta 1.000 kr. Sjá hér.