Kærar þakkir hlauparar, stuðningsmenn og pepparar. Myndir á vefnum.

MS-félagið þakkar hlaupurum og stuðningsmönnum þeirra kærlega fyrir stuðninginn en alls söfnuðust 1.327.082 krónur í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í frábæru veðri um sl. helgi.

80 einstaklingar hlupu fyrir félagið og tveir hlaupahópar.

Sjá má áheitasíðu félagsins hér.

Þessi góði styrkur kemur sér afar vel á næstu misserum, þar sem félagið leggur mikið upp úr því að efla þjónustuna við félagsmenn með fræðslu, námskeiðum og stuðningi af ýmsum toga. 

MS-félagið var með hvatningastöð við Eiðisgranda, eins og undanfarin ár, auk þess að hópur fór að hitta hlaupara og rúllara í 3 km-hlaupinu á ráslínu og taka á móti þeim á endastöðinni. Klappliðið stóð sig vel að venju og hoppaði og skoppaði að minnsta kosti heilt maraþon á meðan þúsundir hlaupara fóru hjá. Kærar þakkir fyrir peppið.

 

Frábært klapplið – frábærir hlauparar og frábærir stuðningsmenn.

Stuðningur ykkar er ómetanlegur.

 

Myndir frá maraþoninu má sjá hér.

Endilega sendið okkur fleiri myndir, t.d. með Messanger undir MS-félag Íslands, í gegnum fésbókarsíðuna, eða með tölvupósti á netfangið bergthora@msfelag.is, og þeim verður bætt í myndasafnið.

 

BB