Kærkominn styrkur frá Góða hirðinum

Jólastyrkveiting Góða hirðisins fór fram þann 19. desember í versluninni, Fellsmúla 28 og hlaut MS-félag Íslands styrk að fjárhæð kr. 750.000, en samtals var 18,5 milljónum úthlutað til 22 verkefna.

Verkefnin sem hlutu styrk að þessu sinni eru óháð árstíma en eiga það sameiginlegt að vera ætlað að efla fólk til sjálfshjálpar með einhverjum hætti, t.d. fræðslu eða stuðningi.

Styrkur til MS-félagsins verður nýttur í endurskoðun námskeiða og gerð námskeiðsefnis ásamt því að renna styrkari stoðum undir sálfræðiaðstoð á vegum félagsins, sem hefst að nýju á nýju ári.

Styrkþegar Góða hirðisins 2019

Ingdís Líndal, skrifstofustjóri og mæðgurnar Helga Káradóttir og Kolbrún Ólafsdóttir veittu styrknum viðtöku fyrir hönd félagsins.

MS-félagið þakkar Góða hirðinum kærlega veittan stuðning.

Hér má sjá frétt um styrkveitinguna á vef SORPU.