KÖNNUN: NÝTING MS-HÚSSINS

KÖNNUN Á MEÐAL MS-GREINDRA UM NÝTINGU MS-HÚSSINS 

Í lok janúar sl. var ný 180 fm stækkun húsnæðis MS-félagsins tekin í notkun. Stækkunin opnar ýmsa nýja möguleika á að nýta húsakynnin enn betur til nauðsynlegrar aðhlynningar, heilsuræktar, jógaiðkunar og félagsstarfsemi. Vonast er til að stækkunin  nýtist sem flestum MS-sjúklingum.

Til þess að fara yfir núverandi notkun húsnæðisins og finna leiðir til að nýta það enn betur var starfshópur myndaður. Hópinn skipa Berglind Guðmundsdóttir, Bergþóra Bergsdóttir, Guðrún Sigríður Eiríksdóttir, Ingibjörg Tómasdóttir og Sigurbjörg Ármannsdóttir.

Markmið hópsins er að stækkun hússins þjóni öllu MS-greindu fólki sem áhuga hefur á að nýta sér aðstöðuna til þjálfunar og aðra þjónustu sem í boði er. Margoft hefur verið sýnt fram á notagildi markvissrar þjálfunar MS-sjúklinga og er rétt að undirstrika að það er aldrei of seint að byrja. Því fyrr því betra.

Hópurinn hefur  reifað hugmyndir sem hér eru kynntar  til að kanna áhuga MS-fólks á þeim.  Hér á eftir fylgir könnun sem vonast er til að sem flestir svari sem fyrst. Hugmyndir starfshópsins ganga út á að bjóða MS-sjúklingum upp á að efla líkama og sál með því að hafa opið hús allt að 4 daga í viku, 2 tíma í senn (eftir lokun Dagvistar), mánudaga og fimmtudaga á milli kl. 18 og 20, þriðjudaga og miðvikudaga á milli kl. 17 og 19. Sjúkraþjálfari verður á staðnum og útbýr einstaklingsmiðaða þjálfunaráætlun fyrir hvern og einn. 

Hugmyndir eru um sérstakt þema á hverju kvöldi vikunnar, t.d. gætu mánudagar verið sérstaklega ætlaðir stöðvarleikfimi, þriðjudagar styrktarþjálfun o.s.frv.  Gjaldi fyrir þjónustuna verður stillt í hóf og mun MS-félagið greiða niður þjálfunina að einhverju leyti.

Nú þegar er boðið upp á annars vegar jógaþjálfun fjórum sinnum í viku[1] og svæðanudd á mánudögum kl. 09:00 – 17:00.

Framangreindar hugmyndir verða reyndar  í eitt ár og eftir það verður kannað hvernig til hefur tekist og ákvörðun tekin um framhaldið. Til að  fá sem gleggsta mynd af þörf og áhuga fyrir því sem lýst er hér að ofan biðjum við þig að taka þátt í könnuninni, hvort heldur  þú hefur áhuga á þjónustunni eða ekki. Spurningunum  ætti að vera fljótsvarað,  þær eru aðeins 7. 

Sendið svör ykkar til MS Félagsins: msfelag@msfelag.is eða með hefðbundnum hætti á Sléttuveg 5, 103 Reykjavík. Sími: 568-8620.

Ætlunin er að könnunin standi fram til 20. júní 2008.

Könnunareyðublað er aðgengilegt HÉR.

Leiðbeining: Þegar þið hafið opnað KÖNNUNAREYÐUBLAÐIÐ með því að smella á HÉR fyrir ofan farið með músarbendilinn efst í “File”, finnið “Send to” og smellið á “mail recipient” og setjið póstfang MS Félagsins í viðtakandalínuna: msfelag@msfelag.is  – h