Síðasta MS-blað var tileinkað ósýnilegum einkennum MS og fékk umfjöllun blaðsins jákvæðar viðtökur. Félagið hefur því ákveðið að kanna umfang ósýnilegra einkenna meðal félagsmanna sinna. Niðurstöðurnar verða notaðar til stefnumörkunar í þjónustu félagsins og í samskiptum við heilbrigðisyfirvöld. Því er mikilvægt að sem flestir taki þátt í könnuninni svo niðurstöðurnar verði marktækar.
Könnunin er þrískipt. Fyrst er óskað eftir grunnupplýsingum til greiningar. Síðan er óskað eftir upplýsingum um ósýnileg einkenni og áhrif þeirra á daglegt líf og að lokum koma spurningar um hvort þörf sé á aðstoð í daglegu lífi, um félagslega einangrun og úrræði MS-félagsins.
Þátttaka þín er mjög mikilvæg !
Hvar má nálgast könnunina?
Könnunin er eingöngu ætluð fólki með MS-sjúkdóminn og má nálgast slóð á könnunina hér.
Aðstoð
Komi upp vandamál við að svara könnuninni, má hafa samband við Berglindi Ólafsdóttur á netfangið berglindo@msfelag.is.
Tímafrestur
Hægt verður að svara könnuninni til og með mánudags 27. janúar. Fólk er þó hvatt til að svara sem fyrst svo það gleymist ekki.
Ekki rekjanleg könnun
Allir einstaklingar með MS eru hvattir til að taka þátt en þátttaka er samt engin skylda. Það er þó þannig að því fleiri sem svara, þeim mun skýrari eru skilaboðin.
Svör þátttakenda eru ekki rekjanleg.
Kærar þakkir,
Fræðsluteymi MS-félagsins