KORT OG TÖLUSETTAR EFTIRPRENTANIR MEÐ MYND EDDU HEIÐRÚNAR BACKMAN TIL SÖLU

Nú í ár mun MS-félagið selja jólakort og tækifæriskort (án texta) með mynd Eddu Heiðrúnar Backman sem heitir Trú, von og kærleikur. Myndin er af þremur rjúpum í vetrarbúningi.

Einnig eru til sölu eftirprentanir í stærð A3 af sömu mynd í 150 tölusettum eintökum.

6 kort í pakka með umslagi kosta 1.000 kr. og eftirprentunin kostar 5.000 kr.

Sala er hafin á skrifstofu en sölustaðir korta á landsbyggðinni verða auglýstir síðar í mánuðinum.

 

Upplýsingar í síma 568 8620.