Krossgáta MS-blaðsins: Lokadagur 30. apríl

Í MS-blaðinu sem sent var til félagsmanna í mars sl. er að finna verðlaunakrossgátu. Í krossgátunni er að finna lausnarorð – málshátt – sem verðlaun verða veitt fyrir lausn á. Verðlaunin eru ekki af verri endanum – tölusett plakat af mynd Eddu Heiðrúnar Backman, „Tveir þrestir“.

Ef þið hafið ekki enn sent inn lausnina, en viljið vera með, sendið þá lausnina með nafni og símanúmeri á netfangið msfelag@msfelag.is eða komið við á skrifstofunni fyrir miðvikudaginn 1. maí.

Dregið verður úr réttum lausnum.

Tilkynnt verður um vinningshafa á aðalfundi félagsins, 9. maí, og hringt í vinningshafa í kjölfarið.

Krossgátuna má finna hér