Kynning á dagskrá vetrarins – opið hús á Sléttuveginum

Þriðjudaginn 24. september kl. 17.30 verður opið hús og samtal um viðburði vetrarins og óskir félagsmanna í MS-húsinu að Sléttuvegi 5. Viðburðarnefnd félagsins kynnir dagskrá vetrarins. Félagsmenn, þetta er ykkar tækifæri til að hafa áhrif á félagsstarfið!  Notaleg stemming og léttar veitingar í boði.