Langþráð stund – Fræðslubæklingarnir komnir í hús

Hörkulið við pökkun bæklinganna í öskjur – frá vinstri: Berglind Guðmundsdóttir, fráfarandi formaður, Ingdís Líndal, skrifstofustjóri, Sigurbjörg Ármannsdóttir, fyrrum formaður, Björg Ásta Þórðardóttir, formaður, og Berglind Ólafsdóttir, fyrrum framkvæmdastjóri félagsins sem leit við á skrifstofu og var drifin í vinnu 🙂

 

Í dag rann upp langþráð stund þegar 6 nýir fræðslubæklingar MS-félagsins komu í hús frá prentsmiðju. Bæklingarnir eru í fallegri öskju ásamt bókamerki og skemmtilegu kynningarkorti með allra helstu upplýsingum um MS.

 

Bæklinganir sex eru:

 

Fimm síðast töldu bæklingarnir verða sendir félagsmönnum á næstunni ásamt bókamerki og tveimur kynningarkortum um MS.B

Hægt er að óska eftir því að fá Upplýsingar fyrir nýgreinda með því að hringja á skrifstofu í síma 568 8620 eða nálgast bæklinginn í MS-húsið að Sléttuvegi 5.

Kynningarkortin, sem eru á stærð við greiðslukort, hafa að geyma allra helstu upplýsingar um MS-sjúkdóminn og er upplagt að dreifa þeim meðal fjölskyldu og vina. Hægt er að fá fleiri kort send með því að hringja eða nálgast þau á skrifstofu.

 

Fyrstu bæklingarnir verða afhentir á sumarhátíð félagsins á morgun.

 

bBergþóra Bergsdóttir, fræðslufulltrúi MS-félagsins, sá um útgáfu bæklinganna og Högni Sigurþórsson, grafískur hönnuður, sá um útlit þeirra og umbrot.

 

Slóð á bæklinganna á rafrænu formi með nánari upplýsingum um innihald þeirra má finna hér.