LEIKRITIÐ – GLÆÐUR – FRUMSÝNT SUNNUDAGINN 13. OKTÓBER

Hinn mæti MS-ingur, Leó E. Löve, er höfundur að leikritinu „Glæður“ sem sýnt verður hjá Leikfélagi Mosfellsbæjar næstkomandi sunnudag, 13. október, kl. 16:00. Stórleikararnir Arnar Jónsson og Helga Jónsdóttir fara með hlutverkin í leikritinu. Miðaverðið er frjáls framlög.

Þetta er styrktarsýning, þar sem Leó vill styrkja vin sinn sem einnig er illa farinn af MS-sjúkdómnum.

Allir sem láta sér annt um hag MS-sjúklinga og annarra öryrkja eru hvattir til að mæta og styrkja þennan góða málstað og með því hjálpa til við að koma enn betur á framfæri aðbúnaði öryrkja hér á landi- um leið og notið er þessa góða leikrits.

 

Miðapantanir eru hjá Maríu í síma 8618170.

 

Athugið að sýningin er í Bæjarleikhúsinu að Þverholti í Mosfellsbæ, ekki í Hlégarði, sjá kort hér.