LÍKAMSRÆKT OG HÁLKA

Félagið óskar félagsmönnum og velunnurum félagsins gleðilegs árs og þakkar liðið ár. Á nýju ári er horft fram á veginn i starfi félagsins en einnig er litið yfir farinn veg og lærdómur dreginn af starfi síðasta árs. Margir strengja áramótaheit og það sem oft kemur upp í huga fólks að nú skal tekið á því í ræktinni. Hjá MS félaginu eru námskeið í líkamsrækt sem standa félagsmönnum til boða, yoga og jafnvægisþjálfun í samvinnu við Reykjalund. Bæði þessi námskeið fóru af stað í byrjun janúar svo það má með sanni segja að MS fólk ætlar að taka á því í ræktinni á nýju ári. Það eru enn laus pláss í yoga, en jafnvægisþjálfunin er nánast fullbókuð. Upplýsingar fást á skrifstofu í síma 568 8620.

Þegar hugað er að líkamrækt þarf að vanda valið og huga að þjónustu. Það eru ekki allar líkamræktarstöðvar sem henta okkur en Gáski sjúkraþjálfun sem staðsett er í Bolholti og Þönglabakka býður uppá tækjasal og æfingaráætlun fyrir hvern og einn. Einstaklingar með MS geta keypt þar árskort á 20.000 sjá heimasíðu http://gaski.is/heilsuraekt.html

Hálka og færð

Sýna þarf sérstaka aðgætni í þeirri færð sem hefur verið undanfarið. Hálka og snjóruðningar hefta för margra og skapa slysahættu. Góðir göngustafir með broddi gera mikið gagn. Einnig er unnt að fá brodda á hækjur. Mannbroddar eru líka góðir og fást þeir hjá skósmiðum sjá t.d. http://www.skovinnustofa.is/index.php/mannbroddar Nokkrar gerðir eru til og ætti að vera auðvelt að finna brodda við hæfi. Það er mjög slæmt fyrir alla að detta og slasa sig. Þeir sem eru veikir fyrir eru oft lengi að jafna sig. Það er engin afsökun fyrir því að sýn ekki skynsemi og nota aðgengileg hjálpartæki.

Þeir sem eru á bíl þurfa einnig að hug að því að vera með nauðsynlegan búnað í bílnum. Góð skófla og fata með sandi getur leyst vandann ef snjór og hálka tefur för. Þeir sem eru hreyfihamlaðir og ekki góðir að moka eða bogra yfir dekkjum geta þá beðið um aðstoð ef skófla og sandur er með í för. Einnig geta dagblöð komið að gagni á svelli, en þá eru blöðin sett á hálkuna við dekk. Ef snjór í í íbúðargötu er það mikill að hreyfihamalaður einstaklingur kemst ekki heim tíl sín eða að heiman má reyna að hringja í Þjónustuver Reykjavíkurborgar sími 411-1111 og athuga hvort ekki er hægt að fá aðstoð við mokstur.

BG