Makanámskeið

Námskeið fyrir maka fólks með MS hefst miðvikudaginn 6. september næstkomandi.

Tilgangurinn með námskeiðinu er að fólk í svipaðri stöðu hittist og deili reynslu sinni og fái fræðslu. 

 

Tími 

September:

  • Miðvikudagurinn 6. september kl. 17:00 – 20:00
  • Fimmtudagurinn 7. september kl.17:00 – 20:00       

 

Október:

  • Mánudagurinn 2. október kl. 17:00 – 20:00

 

Staður

Sléttuvegur 5, 103 Reykjavík.

 

Verð 

3.500 kr. Þeir sem eru búsettir utan höfuðborgarsvæðisins geta sótt um ferðastyrk.

 

Lýsing 

Námskeiðið er fyrir maka fólks með MS og byggist á fræðslu og umræðum. Tilgangurinn með námskeiðinu er að fólk í svipaðri stöðu hittist og deili reynslu sinni og fái fræðslu. Fjallað verður um streitu, tilfinningar, áhrif MS á fjölskyldulífið, sjúkdóminn, slökun og fleira. Einnig eru ræddar leiðir til að auka lífsgæði fjölskyldumeðlima. Þátttakendur eru 6 til 8, en í lok námskeiðs er hægt að stofna sjálfshjálparhóp.

 

Umsjón

Sigríður Anna Einarsdóttir, félagsráðgjafi, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi.

 

 

Skráning og allar nánari upplýsingar á skrifstofu í síma 568 8620 eða með tölvupósti á msfelag@msfelag.is.