MÁLÞING HEILAHEILLA UM MÁLSTOL

Föstudaginn n.k., 10. október kl. 13-17, heldur Heilaheill málþing um málstol á Hótel Sögu í salnum „Snæfell“. Málþingið er öllum opið og er aðgangur ókeypis. Yfirskrift fundarins er „Rjúfum einangrun einstaklingsins“. Búast má við áhugaverðum erindum en talerfiðleikar eru mörgu MS-fólki ekki með öllu ókunnir. Í byrjun fundarins verður MS-félagið með kynningu á félaginu og sjúkdómnum og í lok fundarins er óskað eftir því að þátttakendur frá félaginu taki þátt í umræðum.

 

Dagskrá:

 

13:00-13:10      Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson setur þingið 

13:10-13:35      Anna Lilja Gunnarsóttir, ráðuneytisstjóri velferðarráðuneytisins  

13:35-14.00      Margrét Kristjánsdóttir, deildarstjóri Sjúkratrygginga Íslands

14:00-14:15      Axel Jespersen, aðstandandi málstolssjúklings 

14:15-14:45      Kaffihlé 

14:45-16:20      Félögin taka til máls

16:20-17:00      Hópar taka til starfa og skila af sér

 

Samkvæmt dagskránni er gert ráð fyrir að hvert félag hafi sitt umræðuborð og við það geta allir sest sem hafa áhuga á málefninu og rætt um hvað betur mætti fara. Björg Ásta Þórðardóttir, í stjórn MS-félagsins, mun mæta á fundinn fyrir hönd félagsins. Umræðuborðið verður merkt með hinu nýja merki félagsins. Björg Ásta hvetur MS-fólk og aðstandendur þeirra til að mæta og sitja með henni við borðið.

 

HEILAHEILL er aðili að Nordisk Afasiråd. Á þessu ári er ráðið 20 ára og ætla öll aðildarlöndin að vera með uppákomu í hverju landi fyrir sig á þessum degi í nokkrar klukkustundir.

 

HEILAHEILL stendur sig vel í því!

 

 

BB