MÁNUÐUR Í REYKJAVÍKURMARAÞONIÐ

Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, sem fram fer laugardaginn 22. ágúst n.k., er í fullum gangi. MS-félagið mun verða með bás í Laugardalshöll fyrir hlaupið og hvetjum við hlaupara okkar og stuðningsfólk til að heimsækja okkur í básinn.

 

Í dag hafa 76 skráð sig til leiks fyrir MS-félagið og hafa þau nú þegar safnað 402.500 kr. Glæsilegt J

Hægt er að fylgjast með hlaupurum og áheitasöfnun hér (löng skjásíða)

Hægt er að heita á hlaupara hér.

 

Rafræn skráning er opin hér á marathon.is til 20. ágúst nk. kl. 13.

Hreyfihamlaðir geta einnig tekið þátt, sjá hér.

Verðskrá þátttökugjalda má sjá hér.

 

 

Stuðningur sem þessi er MS-félaginu ómetanlegur og kemur að góðum notum við að efla félagsstarfið og þjónustu við félagsmenn.

 

 

Myndin sem fylgir fréttinni var tekin í Reykjavíkurmaraþoninu 2014