MEGINSTOÐ KOMIÐ ÚT – AFMÆLISÚTGÁFA

Blað MS-félags Íslands, MeginStoð, er komið út. Í blaðinu er að finna margar mjög áhugaverðar greinar um margvísleg málefni. MS-félagið fagnar 45 ára afmæli á þessu ári og er blaðið því einstaklega veglegt.

Meðal efnis í blaðinu:

 • Upplistun og lýsing á námskeiðum sem eru í boði
 • Ávarp formanns á tímamótum
 • Um nytsemi vefmiðla eftir Mörtu Bjarnadóttur
 • Viðtal við dugnaðarkonuna Önnu Sigríði Sigurjónsdóttur sem vill allt fyrir MS-fólk gera
 • Útskýring á forljótum ananas á kaffihúsinu Amokka frá Lonni B.H. Sigurbjörnsdóttur og Steinunni Þ. Árnadóttur
 • Fréttir af norrænum vettvangi eftir Heiðu Björgu Hilmisdóttur
 • Viðtal við gæðakonurnar Bryndísi Arnfinnsdóttur matráð og Auði Þ. Marinósdóttur sjúkraliða sem hafa starfað á dagvist MS-félagsins nánast frá upphafi
 • Listakonan Gerður Gunnarsdóttir segir sögu myndverksins Stoðar sem er eitt af helstu kennimerkjum MS-félagsins
 • Yfirgripsmikil grein dr. Sóleyjar Þráinsdóttur taugalæknis um lyfjamál og stöðu MS-fólks á vormánuðum 2013 
 • Grein Margrétar Bárðadóttur sérfræðings í klínískri sálfræði um streitu og hvernig rækta megi núvitundina til að ná jafnvægi í lífinu
 • Grein Margrétar Sigurðardóttur félagsráðgjafa MS-félagsins um fjölskylduna og aðlögun að MS
 • Grein Sifjar Gylfadóttur sjúkraþjálfara á Reykjalundi um sértæka líkamlega þjálfun MS-fólks en Sif hefur um árabil séð um jafnvægis- og styrktarþjálfun í MS-heimilinu
 • Fréttir af Norðanmönnum eftir Jón Ragnarsson

Blaðið er komið í póstdreifingu til félagsmanna en það má einnig nálgast á pdf-formi hér

 

Bergþóra Bergsdóttir