MIKILL VELUNNARI MS-FÉLAGSINS, EDDA HEIÐRÚN BACKMAN, ER FALLIN FRÁ

MS-félagið naut velvilja og stuðnings Eddu Heiðrúnar í gegnum áraraðir og verður það seint þakkað.

Það er mikill sjónarsviptir af jafn sterkum persónuleika sem Edda Heiðrún var. Hún var viljasterk baráttukona, með ríka réttlætiskennd, sem lét fátt stöðva sig og ávann sér virðingu hvar sem hún kom. Hún kom víða við á lífsleiðinni; í leiklistinni, myndlistinni og lét sig umhverfisvernd miklu varða og svo má lengi telja. Edda vann ötullega að hugðarefnum sínum til síðasta dags, hugurinn virtist óþreytandi. Alltaf hélt hún reisn sinni og virðingu, fallega klædd, hlý í viðmóti og með bros á vör.

Minning hennar munu lifa áfram hjá MS-félaginu um ókomin ár.

Við vottum börnum hennar, aðstandendum og vinum, okkar dýpstu samúð.

 

MS-félag Íslands