MISTÖK VIÐ ÚTSENDINGU ÁMINNINGA

Við hjá MS-félagi Íslands áformuðum að senda kurteislega ábendingu til þeirra, sem voru svo vinsamlegir að styðja við starfsemi félagsins með kaupum á afmælisspilastokkum félagsins síðasta haust, en áttu eftir að greiða.

 

Þau leiðu mistök áttu sér hins vegar stað að Kaupþing Banki sendi út harðorð ítrekunarbréf í stað vinsamlegra tilmæla um að greiða.

 

Við hjá MS-félagi Íslands hörmum mjög þessi leiðu mistök og biðjum alla hlutaðeigandi afsökunar.