MOTTÓ VIKUNNAR SNÝST UM SAMBÖND OG SAMSKIPTI

Nú þegar rúm vika er í Alþjóðadag MS-félaga sem MSIF, Alþjóðasamtök MS-félaga, standa fyrir er vakin athygli á kjörorðum unga fólksins sem tengjast samböndum og samskiptum.

MSIF benda á að það geti verið erfitt að vera ungur með MS en jafnframt stofna til og viðhalda vináttuböndum. Því séu samtökin að leita eftir mottóum sem minna okkur á mikilvægi sambanda og samskipta.

MSIF óskar eftir því að þú/þið skráið kjörorð ykkar á vefsíðu MSIF http://mymotto.worldmsday.org/en og verðið þannig hvatning fyrir aðra.

MS-félagið hvetur ykkur sömuleiðis til að senda inn kjörorð með tölvupósti á msfelag@msfelag.is. Kjörorðin verða síðan kynnt á skemmtun MS-félagsins á Alþjóðadegi MS-félaga 29. maí n.k. og á vefsíðu félagsins.

Í síðustu viku voru hér á vefsíðunni kynnt 6 kjörorð jafnmargra ungmenna víðs vegar að úr heiminum um sjálfsmynd þeirra, samskipti og framtíð, sjá hér /att-thu-ther-lifsmotto

Kjörorð Brendu, 21 árs stúlku frá Argentínu, um sambönd og samskipti er

Umvefðu sjálfa(n) þig með kærleika

(surround yourself with love)

Brenda segir að fólk sem elski okkur sé best til þess fallið að leiðbeina og veita okkur stuðning hvenær sem þörf er á. Hún segir frá sjálfri sér inn á Youtube hér http://www.youtube.com/watch?feature=endscreen&v=NTusbbYpxDY&NR=1

 

 

BB