Meðal efnis í blaðinu eru greinar eftir Ólaf Thorarensen barnalækni, sérfræðing í heila- og taugasjúkdómum barna um MS í börnum og Ólöfu Elíasdóttur, taugalækni við Sahlgrenska í Gautaborg um algengi MS á Íslandi.
Sagt er frá ráðstefnu norrænu MS-félaganna í Osló og aðkomu unga fólksins okkar að fundinum en þrjú fóru á ráðstefnuna frá MS-félaginu.
Að auki eru í blaðinu viðtöl við Ingdísi Líndal og Bergþóru Bergsdóttur, kynning á sálfræðiþjónustu sem félagið býður nú upp á til reynslu, pistill Ingibjargar Snorra frá Ísafirði og sagt frá MS-ráðstefnunni 2018.
Rúsínan í pylsuendanum er verðlaunakrossgáta.
Nálgast má MS-blaðið á rafrænu formi hér
Efnisyfirlit:
- Þjónusta MS-félagsins
- Frá formanni
- Félagsstarf á vorönn
- Námskeið á vorönn
- Styrkir til náms
- Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks
- Sálfræðiþjónusta
- Vörur til sölu til styrktar þjónustu við félagsmenn
- Styrkir til félagsins og þakkir
- Framkvæmdir á Sléttuvegi 5
- Alltaf mikið að gerast hjá MS-félaginu
- Er MS í börnum sami sjúkdómur og MS í fullorðnum?
- Algengi MS-sjúkdómsins á Íslandi
- Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalagsins 2018
- Ráðstefna NMSR í Osló
- Frábærlega vel heppnuð MS-ráðstefna í tilefni 50 ára afmælis
- Verðlaunakrossgáta
BB