MS-blaðið, 2. tbl. 2018, er komið út

MS-blaðið, 2. tbl. 2018, hefur verið sent heim til félagsmanna og er nú aðgengilegt á vefnum hér.

 

Meðal efnis:

 • MS-sjúkdómurinn annó 2018

  Höfundur: Haukur Hjaltason, taugalæknir á taugalækningadeild LSH. 

  Inngangur: Frá því að ég byrjaði að læra taugalækningar í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar hefur margt breyst hvað MS-sjúkdóminn varðar. Þá var greining ótryggari, sérstaklega snemmgreining (þ.e. eftir fyrsta kast) og ekki til nein fyrirbyggjandi meðferð. Vegna þessa þótti ekki sjálfsagt að ræða mögulega MS-greiningu við sjúklinga við fyrstu einkenni. Í dag er staðan gjörbreytt…….

 • MS og barneignir: Fannst ég yngjast um 10 ár

  Viðtal: Páll Kristinn Pálsson við Guðrúnu Erlu Sigurðardóttur. 

  Inngangur: Guðrún Erla Sigurðardóttir er 39 ára gömul. Hún ólst upp í Breiðholtinu í Reykjavík og býr þar enn ásamt eiginmanninum, Jóhannesi Geir Númasyni, dótturinni Aþenu Carmen og eiga þau von á öðru barni í nóvember næstkomandi. Guðrún Erla var 22 ára gömul þegar hún greindist með MS.

 • Þurfum að ná enn betur til alls almennings

  Viðtal: Páll Kristinn Pálsson við Heiðu Björgu Hilmisdóttur. 

  Heiða Björg Hilmisdóttir, fyrrum varaformaður félagsins og fyrrum formaður NMSR, samtaka norrænu MS-félaganna, prýðir forsíðumynd blaðsins að þessu sinni. Heiða Björg kynntist fyrst MS-félagi Íslands þegar Hilmir sonur hennar greindist með sjúkdóminn aðeins ellefu ára gamall árið 2009. „Við vissum ekkert um sjúkdóminn og höfðum mikla þörf fyrir upplýsingar,“ 

 • Meistaraverkefni: Rannsókn á svefngæðum fólks með MS á Íslandi

  Rannsakandi: Aðalbjörg Albertsdóttir, hjúkrunarfræðingur. 

  Leiðbeinendur: Dr. Árún K. Sigurðardóttir, prófessor við heilbrigðissvið Háskólans á Akureyri, ábyrgðarmaður rannsóknarinnar, og Björg Þorleifsdóttir, lektor við læknadeild Háskóla Íslands

  “Við sofum u.þ.b. einn þriðja hluta ævinnar og svefn er mikilvægur fyrir heilsu og vellíðan. Það skiptir ekki bara máli að ná nægum svefni, heldur líka að svefninn sé samfelldur. Ef svefn yfir nóttina er oft rofinn vegna ýmissa truflana, þá er talað um að svefngæði séu minnkuð vegna svefntruflana. Þessar svefntruflanir geta verið af ýmsum orsökum t.d. hrotum maka, birtu eða öðrum utanaðkomandi truflunum. En svefntruflanir geta líka legið hjá einstaklingnum sjálfum, og tengjast til dæmis verkjum, næturþvaglátum, kæfisvefni, fótaóeirð eða langvarandi svefnleysi (e. insomnia)….”

 • Stofnfrumumeðferð við MS

  Viðtal Páls Kristins Pálssonar við Ernu Björk Jóhannesdóttur. 

  Erna Björk undirgekkst stofnfrumumeðferð í mars sl., fyrst Íslendinga vegna MS-sjúkdómsins, í Noregi þar sem hún býr. Hún hafði þurft að hætta á Tysabri vegna hættu á PML og önnur lyfjameðferð hafði ekki virkað. Stofnfrumumeðferðin sjálf var henni erfið en alveg þess virði, að sögn. Hún vonast til að aðrir í svipaðri stöðu fái einnig þessa meðferð.

   

 

Bergþóra Bergsdóttir, fræðslufulltrúi