MS-félagið á Snapchat

Í tilefni af Alþjóðadegi MS þann 31. maí næstkomandi, sem ber yfirskriftina Lifað með MS, hefur MS-félagið ákveðið að fara af stað með Snapchat-aðgang sem gefur fólki tækifæri á að skyggnast inn í líf fólks sem lifir með MS, spyrja spurninga og opna umræðuna um sjúkdóminn.

Markmiðið er auka fræðslu um sjúkdóminn og sýna þann fjölbreytta hóp fólks sem tekst á við hann.

Á Alþjóðadeginum mun nýkjörinn formaður MS-félagsins, Björg Ásta Þórðardóttir, hefja leik og halda úti snappinu þann dag.

Endilega addið #lifadmedms á Snapchat og fylgist með!

 

Það væri gaman ef sem flestir sæju sér fært að taka þátt í þessu verkefni með því að halda úti snappinu í einn dag. Það felur í sér að vera með snappið í einn dag (eða fleiri) – þ.e. að leyfa fylgjendum að fylgjast aðeins með lífi viðkomandi og segja aðeins frá sjálfum sér og hvernig MS hefur áhrif á daglegt líf. Þeir sem fylgjast með snappinu hafa síðan tækifæri til að spyrja og þá myndi sá sem er með snappið reyna að svara eftir bestu getu.

Ef þið hafið áhuga endilega skráið ykkur hérHaft verður samband í framhaldinu.