MS-félagið fær peningagjöf

Það má segja að nýja árið hafi byrjað einstaklega vel hjá MS-félaginu en hún Svanhildur Karlsdóttir kom til okkar í dag að afhenda félaginu 70.000 krónur að gjöf. Svanhildur stóð fyrir frábærum jólagjafaleik til styrktar MS-félaginu á snappinu sínu yfir jólin, en kveikjan að fjáröfluninni var sú að amma hennar, Ásdís Mathíasdóttir er með MS og tíður gestur í Setrinu.  Við hjá félaginu erum afskaplega þakklát fyrir þessa frábæru gjöf, sem verður vissulega vel nýtt, enda mörg spennandi verkefni sem býða félagsins á nýju ári þar sem við leggjum kapp við að auka og bæta þjónustu við félagsmenn okkar. Um leið og færum Svanhildi okkar bestu þakkir fyrir stuðninginn óskum við henni og öllum okkar velunnurum gleðilegs nýs árs!