MS-lyfið Ocrevus tekið í notkun á Íslandi

16.05.2018: Því miður hefur Ocrevus ekki enn verið tekið i notkun hér á landi eins og talið var við birtingu greinarinnar. Vonandi er að lyfið verði aðgengilegt sem fyrst. (BB)  

 

01.07.2018: Seinkun hefur orðið á því að lyfið verði tekið í notkun á Íslandi. Skv. umboðsaðila Ocrevus strandar á því að ekkert hinna Norðurlandanna er komið með greiðsluþátttöku fyrir lyfið en slíkt er skilyrði svo hægt sé að samþykkja greiðsluþátttöku hér á landi og þar með hefja notkun á lyfinu. Lesa má um feril markaðsleyfis hér.  

 

MS-lyfið Ocrevus hefur nú verið tekið í notkun á Íslandi. Hér má nálgast allar upplýsingar um lyfið.

 

Ocrevus er meðferðarúrræði fyrir einstaklinga sem eru með virkan MS-sjúkdóm í köstum (RRMS) og fyrir einstaklinga með nýlega MS-greiningu sem upplifa stöðuga versnun einkenna án þess að fá greinileg köst (PPMS) og eru enn án mikillar fötlunar, ásamt því að vera með merki um sjúkdómsvirkni á segulómun (MRI).

 

 

Fyrri umfjallanir:

SEINKUN Á MARKAÐSLEYFI FYRIR MS-LYFIРOCREVUS (OCRELIZUMAB)

MS-lyfið Ocrevus komið með markaðsleyfi í Bandaríkjunum

MS-lyfið Ocrevus fær jákvæða umsögn CHMP

Ocrevus fær markaðsleyfi í Evrópu