MYNDIR FRÁ MARAÞONINU KOMNAR Í MYNDASÖGUR

Berglind Björgúlfsdóttir og Ingdís Líndal hafa sent inn myndir frá Reykjavíkurmaraþoninu og má finna þær undir myndasögum hér á vefnum.

Fleiri myndir eru alltaf vel þegnar. Senda má myndir á netfangið bergthora@msfelag.is.

 

Nokkrir félagar frá MS-Setrinu sem fóru 3 km hlaupið tóku sig saman eftir hlaupið og fóru á kaffihús og Ljósmyndasafn Reykjavíkur og eru margar myndanna úr þeirri skemmtiferð.

Einnig eru myndir frá borðinu okkar í Laugardalshöllinni þar sem hlaupurum okkar og stuðningsmönnum hafði verið boðið að koma við og fá buff og armband að gjöf en einnig eru myndir frá hvatningarstöð okkar við Olís við Eiðisgranda. Þar var mikið stuð og mikið gaman að sjá hvað margir gáfu sér tíma til að veifa til okkar.

 

Eins og sagt hefur verið frá áður þá hlupu 112 hlauparar fyrir MS-félagið og ein boðsveit og söfnuðu þau alls 2.278.500 kr. sem er alveg frábært.

Sjá þakklæti til hlaupara og stuðningsmanna hér.